Netverslun, greiðsluhlekkir og hnappar

 

Netverslun leyfir þér að búa til þína ókeypis netverlsun með léni sem þú getur keypt af myPOS

Hlekkir leyfa þér að taka við kortagreiðslum á auðveldan hátt og þú þarft ekki einu sinni að eiga vefsíðu – Það eina sem þarf er myPOS reikningur. Sendu viðskiptavinum þínum reikning með greiðsluhlekk og njóttu þægindanna á skrifstofunni þinni.

Hnappar gefa þér skjótan aðgang að kortagreiðslum – myndaðu hnapp með fyrirfram ákveðinni upphæð og staðsettu hann á vefsíðuna þína.

 

myPOS greiðslusíða API

Er notendavæn lausn með netgreiðslum sem leyfir viðskiptavinum þínum að greiða fyrir vörur á fljótlegan og þægilega hátt á vefsíðunni þinni. Þegar viðskiptavinur greiðir fyrir vörur á síðunni þinni er honum tímabundið beint á greiðslusíðu hjá myPOS og eftir að greiðsla hefur gengið í gegn er honum aftur beint á síðuna þína.

Þannig ertu ekki skyldug/ur til að geyma viðkvæm persónugögn og þar af leiðandi ekki skotmark hjá tölvuþrjótum. Við bjóðum upp á greiðslulausn sem uppfyllir PCI öryggisstaðla og er hýst á öruggum netþjónum þar sem okkar sérfræðingar sjá um þetta fyrir þína hönd.

Vefverslanir með þriðja aðila innkaupakörfum

Er þægileg lausn sem hentar fyrir vefverslanir með innkaupakörfu í gegnum þriðja aðila. MyPOS er í samstarfi við helstu fyrirtæki í heimi á þessu sviði og sífellt er að bætast í hópinn. Þetta er einföld lausn, kostar ekkert og ekkert mál að setja upp.

myPOS™ SÝNDARGREIÐSLUR
 • Ókeypis greiðslulausn á netinu fyrir alla sem eru með aðgang að myPOS™ reikningi :
  • Greiðsluhlekkir
  • Greiðsluhnappar
  • Greiðslusíða hjá myPOS™
  • Vefverslanir í gegnum 3ja aðila – Magento, OpenCart, WordPress WooCommerce, OS Commerce, Zen Cart, PrestaShop, XCart og sífellt fleiri eru að bætast við
Greiðslubeiðnir

Greiðslubeiðnir eru einn af eiginleikum myPOS™ sem leyfa fyrirtækjum að fá greiðslur frá viðskiptavinum sem ekki eru viðstaddir.

Hver beiðni hefur 30 daga gildistíma og hægt er að fylgjast með stöðu beiðna frá myPOS™ reikningnum þínum.

Greiðslubeiðnir er hægt að senda með:

 • myPOS™ posa – í gegnum SMS
 • myPOS™ reikningi – í gegnum SMS og/eða tölvupóst
 • myPOS™ appinu – í gegnum SMS, tölvupósti eða einhverju spjallforriti
Hafa samband
Endilega sendu okkur fyrirspurn ef þú hefur einhverjar spurningar.


Sláðu inn þennan kóða: captcha